Monday, February 21, 2005

 

Fimleikar

Á laugardaginn var haldið unglingameistaramót í hópfimleikum í Keflavík. Dóttirin var þar að keppa í annað sinn í svokölluðum miðhóp. Ég var að sjálfsögðu mjög stolt af dóttur minni, þó hún hafi ekki verið jafn ánægð með sína frammistöðu. Hún vill alltaf hafa allt fullkomið sem getur stundum verið erfitt.

Mér finnst alltaf gaman að horfa á fimleika og alveg ótrúlegt hvað sumar stelpurnar eru færar. Keppnisreglurnar eru samt alltaf að flækjast fyrir mér og það er eins og þær breytist með vindáttinni. Það er alltaf verið að setja nýjar reglur um aldurskiptingu í hópana. Inn á vefsíðu FSÍ stendur skýrum stöfum að miðhópur eigi að vera á aldursbilinu 14-16 ára, en á laugardaginn var mér sagt að miðhópur væri 13-18 ára og þar að auki mættu 25% keppenda í hópnum vera yfir þeim aldri. Það var því ekki nema von að tólf ára dóttir mín virkaði eins og peð við hliðina á þessum fullvöxnu konum.

Mér finnst bara verið að gera einfalt mál mjög flókið. Kannski að ég sendi póst til FSÍ og gagnrýni reglurnar. Vera soldið leiðinleg og röfla.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?