Tuesday, January 18, 2005
Quite the kraftsman
Haldið þið ekki bara að ég hafi afrekað það í morgun að skipta um perur í framljósunum á bílnum. Mín dó sko ekki ráðalaus og að sjálfsögðu þar sem ég er þekkt sem heimsins mesti þrjóskupúki ætlaði ég sko ekki að fá neinn karlmann til að hjálpa mér við verkið.
Ég get ekki sagt að það hafi verið auðvelt. Það er bannað að snerta perurnar sjálfar sem getur verið soldið erfitt þegar þarf að smokra perunum í þar til gerð ljósastæði. EN ég gat það og nú geta hinir bílstjórarnir hætt að blikka mig.
Ekki bætti úr skák þegar fyrrverandi maðurinn minn, bauðst til að gera þetta fyrir mig því þetta "væri svo auðvelt". Þá VARÐ ég að geta þetta sjálf. Ekki hægt að segja annað en að egóið hafið farið upp um nokkur þrep í morgun.
Ég get ekki sagt að það hafi verið auðvelt. Það er bannað að snerta perurnar sjálfar sem getur verið soldið erfitt þegar þarf að smokra perunum í þar til gerð ljósastæði. EN ég gat það og nú geta hinir bílstjórarnir hætt að blikka mig.
Ekki bætti úr skák þegar fyrrverandi maðurinn minn, bauðst til að gera þetta fyrir mig því þetta "væri svo auðvelt". Þá VARÐ ég að geta þetta sjálf. Ekki hægt að segja annað en að egóið hafið farið upp um nokkur þrep í morgun.