Tuesday, January 04, 2005

 

Nýtt ár

Jæja, þá er bara komið splunkunýtt ár. Mér til mikillar furðu, táraðist ég ekkert yfir "Nú árið er liðið" eins og ég hef gert síðan ég var krakki. Sjálfsagt að herðast upp með aldrinum. Talandi um aldur, þá er ég búin að komast illilega að því að skrokkurinn er ekki í góðu ástandi. Bakið á mér næstum búið að gefa sig á fyrsta í snjómokstri og janúar rétt að byrja. Ég hef alltaf sagt það að storkurinn hafi villst. Ég á greinilega heima í hlýrra loftslagi. Kannski spurning að skella sér til Ástralíu, þar sem núna er mitt sumar.

Annars var ég að horfa á Stöð 2 seint í gærkvöldi, þar sem sólarhringurinn er ennþá hálf viðsnúinn. Ég get ekki sagt að ég eigi eftir að sjá mikið eftir afruglaranum. Þvílíkt bull sem var í gangi. Þáttur um flugfreyjur og þjóna, sem skv. þessum þætti gera lítið annað en drekka, dópa og stunda kynsvall.

Ja hérna, ég átti bara ekki til orð. Kannski maður sé bara að verða gömul.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?