Thursday, January 27, 2005

 

Máttur gulrótarinnar

Sonur minn hefur verið erfiður á fætur í vetur. Hann er soddan drollari og lengi að koma sér í gang. Hann hefur líka verið uppreisnargjarn í skólanum. Ég var búin að reyna ýmsar aðferðir til að bæta hegðunina, en án árangurs.

Á mánudaginn síðasta, sagði hann mér frá nýju æði sem væri í gangi í bekknum. Strákarnir eru að safna Yu-Gi-Oh myndum og hann vildi náttúrulega vera með. Ég fékk þá snilldarhugmynd að gera við hann samning. Þá daga sem hann er snöggur á fætur og stilltur í skólanum, fær hann eina mynd. Pakkinn er seldur á tæpar 600 kr og eru í honum 9 myndir. Það þýðir að ég get keypt mér 9 daga frið, fyrir 600 kr.

Nú er bara að sjá hversu lengi þetta ráð dugar. En það er seinna tíma vandamál.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?