Thursday, January 13, 2005

 

Lítill heimur

Maður heyrir oft talað um það hvað heimurinn sé lítill og þá líka hvað Ísland sé pínulítið. Það þarf ekki að tala lengi við fólk til að komast að því að maður tengist því á einhvern hátt.

Undanfarið hef ég verið að kynnast því að bloggheimurinn er ekki ýkja stór heldur. Fyrst rakst ég á bloggritara á tónleikum og í gær rakst ég á annan bloggritara. Ekki í persónu, heldur á blaði. Ég var stödd á fyrstu kóræfingu eftir hlé og fyrsta lagið sem tekið var fyrir á æfingunni var "Hætt'að gráta hringaná". Nú hver skyldi hafa útsett lagið nema Hildigunnur Rúnarsdóttir aka Hildigunnur. Ég gat ekki annað en brosað út í annað. Ekki minnkaði brosið þegar kórstjórinn tilkynnti okkur að sú ágæta Hildigunnur væri að útsetja fleiri lög fyrir kórinn.

Mér finnst þessi aðstaða soldið sérstök. Maður þekkir ekki viðkomandi, en veit samt svo margt um hann/hana. BTW Hildigunnur, ef þú lest þetta, þá finnst mér útsetningin þín alveg brilliant.

Comments:
takk takk :-)

Búin með aðra af tveimur útsetningum, á bara eftir að setja textann og vinna smá frágang (vonandi fer nýja útgáfan af forritinu mínu að koma svo þið fáið íslensku stafina í lagi) Klára trúlega hina útsetninguna um helgina!

Þú verður svo að koma og kynna þig fyrir mér þegar ég kem á tónleika og hlusta á ykkur :-)
 
Ég bíð spennt eftir að heyra nýju útsetningarnar. Það er soddan hraðspan á henni Sigrúnu kórstjóra þessa önnina að það voru æfð 3 lög á fyrstu æfingunni.

Hlakka til að hitta þig á tónleikunum.
 
Tónleikarir verða ekki fyrr en 8.maí, en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?