Monday, January 31, 2005
Lilya 4-ever
Ég horfði á þessa mynd seint í gærkvöldi. Ég gat ekki slitið mig frá henni. Þegar myndin var búin, sat ég stjörf og tárin hrundu niður kinnarnar. Ég grét yfir óréttlætinu í heiminum. Sú staðreynd að svona viðbjóður eigi sér stað, setti að mér hroll. Sú staðreynd að fjöldinn allur af börnum og unglingum séu neydd til að stunda vændi. Sú staðreynd að til er fjöldinn allur af mönnum sem notfærir sér svona börn og unglinga, sér til afbrigðilegrar fróunnar.
Þegar myndin var búin, fór ég inní svefnherbergið mitt. Þar láu börnin mín og sváfu vært. Ég gat ekki sofnað. Ég vildi bjarga öllum þessum börnum frá svona hræðilegum örlögum. Skyldi svonalagað vera til á Íslandi?
Þegar myndin var búin, fór ég inní svefnherbergið mitt. Þar láu börnin mín og sváfu vært. Ég gat ekki sofnað. Ég vildi bjarga öllum þessum börnum frá svona hræðilegum örlögum. Skyldi svonalagað vera til á Íslandi?