Saturday, January 22, 2005

 

Innbrot

Það verður að viðurkennast að ég hef verið óróleg undanfarið Ástæðan er sú að það var brotist inn í hús í næstu götu. Innbrotsþjófarnir náðu að spenna upp lítinn geymsluglugga og smokra sér inn um opið. Þeir fóru mjög hljóðlega að þessu, því unglingsstelpa var heima sofandi og vaknaði ekki.

Ég var orðin soldið kærulaus með gluggana. Einfaldlega af því að mér fannst gott að skilja eftir rifu á einum glugga svo kisa kæmist sinni ferða. Hún er það gáfuð kisan mín að ef ég skildi eftir rifu, þá opnaði hún gluggann með loppunni. EN nú er sú sæla búin. Ég athuga alla glugga og dyr, í hvert sinn sem ég þarf að skreppa úr húsi. Kisa verður því að sætta sig við það að vera annað hvort lokuð inni eða úti.




Comments:
fáðér svona kattalúgu, eða þá að vera með öryggislæsingu á glugganum þannig að það sé hægt að stilla hann á kattavídd en ekki séns á að koma hönd inn til að opna betur. Hvorttveggja til. (við erum með bæði)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?