Wednesday, January 12, 2005
Blómabani
Ég er soldið stressuð þessa dagana. Ástæðan er sú að mágkona mín, ákvað að treysta mér fyrir pottablómunum sínum. Það vita það allir sem þekkja mig að ég er engin blómamanneskja og snillingur í að drepa pottablóm. Ég hef meira að segja gengið svo langt að drepa kaktus. Ég er þrjósk, en varð að láta undan í þetta skiptið og viðurkenna mig sigraða. Systir mín sá lausn á þessu og gaf mér silkiblóm í afmælisgjöf.
Ekki bætir úr skák að Trítla er mjög hrifin af þessum nýju leikföngum og notar hvert tækifæri til að snyrta þau aðeins. Hún veit fullvel að hún má það ekki, en þau eru bara svo freistandi.
Ekki bætir úr skák að Trítla er mjög hrifin af þessum nýju leikföngum og notar hvert tækifæri til að snyrta þau aðeins. Hún veit fullvel að hún má það ekki, en þau eru bara svo freistandi.