Thursday, January 20, 2005
Bíllinn minn
Ég verð seint sökum um snobb þegar kemur að bílum. Mér nægir að bíllinn minn geti keyrt frá puntki A til punkts B. Undanfarið hef ég nú samt verið að spá í hvort það væri nú ekki betra að fara að huga að bílakaupum. Ég er nefnilega orðin ansi þreytt á því að þurfa að skafa rúðurnar meira að innan en að utan. Útvarpið þarf alltaf að vera stillt fremur hátt, svo það heyrist eitthvað í því og svo eru ryðblettir farnir að spretta fram eins og bólur hér og þar. Eitthvað eru síðan ljósin en að hrella mig, þrátt fyrir fagmannleg peruskipti.
Hvernig bíl ætti ég svo að kaupa. Það er náttúrulega bilun að kaupa nýjan bíl, því þeir hrynja niður í verði strax (er mér sagt). Draumabíllinn er Volkswagen, en þeir bílar eru bara fulldýrir fyrir minn smekk. Ég vil ekki þurfa að taka róandi töflur áður en ég sest undir stýri, vegna ótta við að klessa dýrgripinn. Skoda kemur sterklega til greina, þó að vissir fordómar séu alltaf í gangi hjá sumu fólki. Mig langar í einhvern lipran, sparneytinn bíl, svona í svipaðri stærð og VW Golf en ekki svo dýran. Any suggestions???
Hvernig bíl ætti ég svo að kaupa. Það er náttúrulega bilun að kaupa nýjan bíl, því þeir hrynja niður í verði strax (er mér sagt). Draumabíllinn er Volkswagen, en þeir bílar eru bara fulldýrir fyrir minn smekk. Ég vil ekki þurfa að taka róandi töflur áður en ég sest undir stýri, vegna ótta við að klessa dýrgripinn. Skoda kemur sterklega til greina, þó að vissir fordómar séu alltaf í gangi hjá sumu fólki. Mig langar í einhvern lipran, sparneytinn bíl, svona í svipaðri stærð og VW Golf en ekki svo dýran. Any suggestions???
Comments:
<< Home
Ford Focus kom vel út úr síðasta Euro NCAP árekstrarprófi (ég er nýbúin að tékka á þessu fyrir mömmu). Hann fékk 4 stjörnur af 5 og 31 punkt af 37. Aðrir bílar sem fengu fjórar stjörnur (en aðeins færri punkta) voru m.a. VW Polo, Renault Clio, Toyota Yaris og Opel Corsa. Hæstu einkunn fengu hins vegar VW Golf og Opel Astra, sem eru dýrari. Það getur verið mjög sniðugt að kaupa lítið keyrðan, nýlegan en ekki alveg nýjan bíl, t.d. 1-3ja ára með einn eiganda (ekki bílaleigu), sem hefur lækkað í verði en er enn í góðu standi.
Post a Comment
<< Home