Thursday, December 30, 2004
Uppselt!
Miðvikudagar eru orðnir mjög sérstakir hjá okkur mæðgunum. Við reynum yfirleitt að gera eitthvað skemmtilegt saman og förum td. oftast eitthvert að fá okkur að borða.
Gærdagurinn var engin undantekning. Við skelltum okkur á Serrano í Kringlunni og fengum okkur Burritos. Rosalega gott og ódýrt. Síðan var ákveðið að skella sér í bíó. Stefnan var tekin á Sambíóin í Mjódd og átti nú virkilega að hlamma sér niður, fá sér popp og horfa á Bridget Jones. EN það var UPPSELT. Myndin búin að vera í sýningu í langan tíma, en samt uppselt. ARGGG við vorum heldur svekktar.
Oh jæja, það kemur alltaf annar miðvikudagur.
Gærdagurinn var engin undantekning. Við skelltum okkur á Serrano í Kringlunni og fengum okkur Burritos. Rosalega gott og ódýrt. Síðan var ákveðið að skella sér í bíó. Stefnan var tekin á Sambíóin í Mjódd og átti nú virkilega að hlamma sér niður, fá sér popp og horfa á Bridget Jones. EN það var UPPSELT. Myndin búin að vera í sýningu í langan tíma, en samt uppselt. ARGGG við vorum heldur svekktar.
Oh jæja, það kemur alltaf annar miðvikudagur.