Thursday, December 16, 2004
Strike a pose
Ég fór með börnin í myndatöku í gær. Það var rosalega gaman. Þar sem ég kannaðist við ljósmyndarann var andrúmsloftið létt og skemmtilegt. Börnin voru fremur afslöppuð, þó dóttirinn kvartaði aðeins undan því að geta ekki skilið ljósmyndarann. Sonur minn átti ekki í vandræðum með það og brá fyrir sig enskunni "no problem".
Dóttirinn var rosalega fín og sæt á myndunum sínum og ekkert mál að taka af henni myndir. Sonurinn setti aftur á móti í galsagírinn og setti sig í hinar ýmsu stellingar. Hann var bara eins og vant módel, þegar hann var reiður, hissa, glaður, hugfanginn og svo framvegis. Ljósmyndarinn hló mikið af uppátækjunum og fékk leyfi til að setja mynd af honum upp á vegg hjá sér.
Nú er aðal hausverkurinn eftir. Ég þarf að velja úr öllum þessum fínu myndum þær myndir sem ég vil láta stækka. Hvort á ég að velja uppstillta mynd eða karaktermynd?
Dóttirinn var rosalega fín og sæt á myndunum sínum og ekkert mál að taka af henni myndir. Sonurinn setti aftur á móti í galsagírinn og setti sig í hinar ýmsu stellingar. Hann var bara eins og vant módel, þegar hann var reiður, hissa, glaður, hugfanginn og svo framvegis. Ljósmyndarinn hló mikið af uppátækjunum og fékk leyfi til að setja mynd af honum upp á vegg hjá sér.
Nú er aðal hausverkurinn eftir. Ég þarf að velja úr öllum þessum fínu myndum þær myndir sem ég vil láta stækka. Hvort á ég að velja uppstillta mynd eða karaktermynd?