Sunday, December 12, 2004

 

Skrítið

Ég er orðin bloggfíkill. Ég hef gaman af því að ferðast um og skoða alls kyns blogg. Sumir blogga undir dulnefni, aðrir undir gælunafni og þeir djörfustu blogga undir fulla nafni og setja jafnvel myndir af sjálfum sér til frekari útskýringar. Maður skyggnist inn í daglegt líf fólks og áhugamál. Sumir eru meira að segja skáldlegir og setja saman heilu sögurnar í sínu bloggi.

Hvað með það.

Á föstudagskvöldið var ég stödd á tónleikum ásamt vinkonu minni. Það væri varla frásögufærandi nema hvað ég tók eftir konu sem sat á bekknum fyrir framan mig. Ég kannaðist strax við vangasvipinn. Þetta var kona sem ég þekkti frá bloggferðalögum mínum. Kona sem bloggar um sitt daglega líf í bland við miklar ýkjusögur. Hún var sem sagt stödd þarna ásamt syni sínum. Mér fannst þetta hálf skrítin upplifun. Þarna starði ég á konu sem ég vissi svo margt um, en hafði aldrei talað við. Vinkona mín tók eftir þessu og spurði "Þekkirðu þessa konu?" Ég brosti, leit á hana og sagði "nei eiginlega ekki, en samt...."

Comments:
Já mér finnst fólk vera hugrakt sem kemur fram undir fullum seglum á blogginu, mér liði eins og ég stæði nakin í Austurstræti. kveðja gua
 
ég fatta hver hún var... ætli þú myndir kannast við mig á förnum vegi?..
 
Það væri aldrei að vita. Fólk eins og þú er nú alveg einstakt. ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?