Tuesday, December 07, 2004

 

Mér blöskrar

Mæðrarlaun er sá styrkur sem er hálfgerður brandari. Ef þú ert einstök móðir með 2 eða fleiri börn á framfæri, þá færðu heilar 4.600 kr. í mæðralaun frá Tryggingastofnun. Ekki há upphæð, en ég ákvað að það væri samt þess virði. Þegar ég fékk svo greiðsluna í hendurnar var hún kr. 2.800. Jú skýringin er sú að skatturinn innheimtir sitt!!!

Þegar ég skildi, fékk ég margsinnis að heyra það að þetta yrði nú ekki svo slæmt. "Einstæðar mæður hafa það nú svo gott" var það sem mér var sagt. EN það gleymdist að segja mér hvar ég ætti að sækja um þetta "gott". Það hefur alveg farið framhjá mér. Getur einhver frætt mig um það hvað maður "græðir" á því að vera einstæð móðir???

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?