Monday, December 13, 2004

 

Jóla-hvað!

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir jólasveinar geta verið örlátir þegar þeir gefa í skóinn. Það gerir það að verkum að hinir jólasveinarnir sem eiga kannski eins mikinn pening, eru bara hallærislegir.

Þegar ég mætti með son minn í skólann í morgun, voru krakkarnir að bera saman bækurnar um hvað jólasveinninn hefði fært þeim. Einn fékk bílabraut, annar Spiderman Lego, þriðji fótboltaspil og svo framvegis. Þeir sneru sér að syni mínum og spurðu hvað hann hefði fengið í skóinn. "Jólablýant" sagði sá stutti, heldur skömmustulegur.

Þetta finnst mér soldið too much...

Comments:
ja svei! Hvað fá þessir krakkar eiginlega í jólagjöf? Fartölvu, hest, utanlandsför! Mínir krakkar eru búnir að fá mandarínu og makkintoss (nammi, sko ekki tölvu)!
 
Bílabraut í SKÓINN? Fólk er bilað. :o
 
Já ég veit. Sumir fá líka tölvuleiki og DVD myndir í skóinn. Minn sonur er finnst soldið skrýtið að jólasveinninn gefi svona misjafnar gjafir og erfitt að útskýra fyrir honum af hverju hann fær "bara" sokka.
 
þetta er bara fáránlegt. jólasveinarnir sem tengjast mínu heimili fara í mesta lagi í tiger og byrgja sig upp fyrir 200 kall á mann, og þykjast góðir!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?