Thursday, December 09, 2004
Hálf örg í dag
Þegar ég skilaði af mér manninum mínum, þurfti að ganga frá meðlagsgreiðslum með börnunum okkar. Maðurinn minn var rosalega örlátur í fyrstu og bauð tvöfalt meðlag, en vildi hafa helming á pappírum og helming "undir borðið". Þar sem ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér, kom ég með mótboð. Einfalt meðlag og 50% af ýmsum kostnaði. Hann samþykkti það og það var allt skjalfest.
Nú hins vegar sér hann sér leik á borði. Allur aukakostnaður sem hann ber vegna barnana ss. borgar fyrir fótboltamót sem lendir á hans helgi og annað slíkt, ætlar hann að rukka mig um 50%. Það er náttúrulega sanngirni í þessu, en NB hann bauðst til að borga TVÖFALT MEÐLAG og er eiginlega hvort eð er að koma ódýrara út með minni leið. Það þarf varla að taka það fram að hann hefur ríflega tvöfalt hærri tekjur en ég og fyrir einum að sjá.
Life's a bitch and then you die.
Nú hins vegar sér hann sér leik á borði. Allur aukakostnaður sem hann ber vegna barnana ss. borgar fyrir fótboltamót sem lendir á hans helgi og annað slíkt, ætlar hann að rukka mig um 50%. Það er náttúrulega sanngirni í þessu, en NB hann bauðst til að borga TVÖFALT MEÐLAG og er eiginlega hvort eð er að koma ódýrara út með minni leið. Það þarf varla að taka það fram að hann hefur ríflega tvöfalt hærri tekjur en ég og fyrir einum að sjá.
Life's a bitch and then you die.
Comments:
<< Home
Ég ætla amk að benda honum á það að hann ætlaði að borga tvöfalt meðlag, þegar hann fer að telja saman krónur og aura til að rukka mig um. Nei, ég get sko alveg rukkað hann blákalt, ef hann borgar ekki fer meðlagssamningur til lögfræðings.
Post a Comment
<< Home