Thursday, December 02, 2004
Bráðum koma blessuð jólin
Jæja, þá er bara skollinn á desember. Ég er bara ekki frá því að ég hlakki til jólanna í ár. Ég verð að vísu að vera töluvert á bremsunum við val á jólagjöfum en það er allt í lagi. Það er hægt að fá fína hluti fyrir lítinn pening.
Ég ætla líka að fara með börnin í jólamyndatöku til hans Neto. Hann rekur ljósmyndastofu á Laugavegi og er mjög fær ljósmyndari. Ég hef séð myndir eftir hann og líkar mjög vel. Svo spillir ekki að hann er ódýr. Þetta verður svo sett í ramma og þar með eru allir afar og ömmur og langafar og langömmur afgreidd á einu bretti.
Ég ætla líka að baka piparkökur fyrir jólin með börnunum mínum. Það er svo mikil jólastemmning fólgin í því að skreyta piparkökur. Ég ólst upp við þetta og finnst þetta ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Svo setur maður að sjálfsögðu upptökur af jólatónleikum síðasta árs í spilarann og syngur með hástöfum. Ég sakna þess SVO MIKIÐ að vera ekki í kórnum núna. Ég ætla að vera með eftir áramót og svo mæti ég að sjálfsögðu á tónleikana. Þeir verða haldnir í Grafarvogskirkju í kvöld og svo á sunnudaginn. Það má enginn missa af svona gæðatónleikum.
Er ég ekki örugglega búin að "plögga" nóg??
Ég ætla líka að fara með börnin í jólamyndatöku til hans Neto. Hann rekur ljósmyndastofu á Laugavegi og er mjög fær ljósmyndari. Ég hef séð myndir eftir hann og líkar mjög vel. Svo spillir ekki að hann er ódýr. Þetta verður svo sett í ramma og þar með eru allir afar og ömmur og langafar og langömmur afgreidd á einu bretti.
Ég ætla líka að baka piparkökur fyrir jólin með börnunum mínum. Það er svo mikil jólastemmning fólgin í því að skreyta piparkökur. Ég ólst upp við þetta og finnst þetta ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Svo setur maður að sjálfsögðu upptökur af jólatónleikum síðasta árs í spilarann og syngur með hástöfum. Ég sakna þess SVO MIKIÐ að vera ekki í kórnum núna. Ég ætla að vera með eftir áramót og svo mæti ég að sjálfsögðu á tónleikana. Þeir verða haldnir í Grafarvogskirkju í kvöld og svo á sunnudaginn. Það má enginn missa af svona gæðatónleikum.
Er ég ekki örugglega búin að "plögga" nóg??
Comments:
<< Home
bíddu, hvaða kór er það?
við vorum að enda við að snarhætta við jólatónleikana okkar, búin að vera ljótu lætin hjá okkur síðustu vikuna! Þannig að þarf að finna mér einhverja góða jólastemningartónleika.
Fer reyndar á Jólasöngva Langholtskórsins, Fífan mín er að syngja þar nokkur lög með Gradualekórnum og svo langar mig á Jólaóratoríu, fyrri hluta, með Schola Cantorum en er ekki viss um að ég tími. Svolítið dýrt hjá þeim, alltaf...
við vorum að enda við að snarhætta við jólatónleikana okkar, búin að vera ljótu lætin hjá okkur síðustu vikuna! Þannig að þarf að finna mér einhverja góða jólastemningartónleika.
Fer reyndar á Jólasöngva Langholtskórsins, Fífan mín er að syngja þar nokkur lög með Gradualekórnum og svo langar mig á Jólaóratoríu, fyrri hluta, með Schola Cantorum en er ekki viss um að ég tími. Svolítið dýrt hjá þeim, alltaf...
Það er Kvennakór Reykjavíkur. Ég komst ekki á tónleikana í gær en VERÐ að reyna að mæta á sunnudaginn.
http://www.kvennakorinn.is/ ef þú vilt vita meira um tónleikana.
Post a Comment
http://www.kvennakorinn.is/ ef þú vilt vita meira um tónleikana.
<< Home