Thursday, November 25, 2004
Tannálfurinn
Í nótt kom tannálfurinn í heimsókn. Sonurinn missti nefnilega þriðju tönnina í gær og plantaði henni stoltur á náttborðið. Tannálfurinn gaf honum 100 kr., en leyfði honum að halda tönninni. Hann á víst orðið nóg af tönnum í bili.
Það er reyndar frábært hvað sonur minn hefur lítið peningavit. Hann heldur að hann geti keypt öll heimsins auðævi fyrir 100 kr. Strax í morgun var hann farinn að skipuleggja ferð í dótabúðina. Hann ætlaði að kaupa Action karl eða vonda kallinn í Spiderman 2. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að hann þyrfti heldur fleiri 100 kr. til að kaupa dót, en hann lét sér ekki segjast. Enda var hann búinn að finna lausn á málinu. Hann þyrfti bara að missa fleiri tennur!!!
Það er reyndar frábært hvað sonur minn hefur lítið peningavit. Hann heldur að hann geti keypt öll heimsins auðævi fyrir 100 kr. Strax í morgun var hann farinn að skipuleggja ferð í dótabúðina. Hann ætlaði að kaupa Action karl eða vonda kallinn í Spiderman 2. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að hann þyrfti heldur fleiri 100 kr. til að kaupa dót, en hann lét sér ekki segjast. Enda var hann búinn að finna lausn á málinu. Hann þyrfti bara að missa fleiri tennur!!!