Monday, November 29, 2004
Ákvörðun tekin
Eftir djúpnæringu helgarinnar, þar sem ég hugleiddi íbúðarmál í rólegheitunum, hef ég loksins komist að niðurstöðu. Ég ætla að flytja mig um set. Ég ætla að fara úr Lindahverfinu og flytja í sveitarsæluna við Vatnsenda. Ég á þar rætur að rekja og verð örugglega mjög sátt. Dóttirinn og kisa eru mjög sáttar. Ég efast ekki um að sonur minn verði sáttur um leið og hann hefur kynnst nýjum strákum (sem tekur ekki langan tíma ef ég þekki hann rétt).
Ég fer semsagt á eftir niðrá fasteignasölu og geri tilboð í íbúðina, sem verður að öllum líkindum samþykkt um leið. Flutningar verða síðan í mars 2005.
Ég fer semsagt á eftir niðrá fasteignasölu og geri tilboð í íbúðina, sem verður að öllum líkindum samþykkt um leið. Flutningar verða síðan í mars 2005.
Comments:
<< Home
mí túú :-)
Snilldarsvæði, þekki einn sem býr á Vatnsenda, veit ekki hvað þyrfti marga óða hesta til að draga hann burt...
Snilldarsvæði, þekki einn sem býr á Vatnsenda, veit ekki hvað þyrfti marga óða hesta til að draga hann burt...
Æðislegt! Til hamingju með það. Mig hefur dreymt um það að búa á Vatnsenda síðan ég var lítill krakki. Fór stundum á rúntinn þangað eftir að ég var komin með bílpróf og ímyndaði mér hvernig það væri að búa við vatnið. Maybe someday...
Post a Comment
<< Home