Tuesday, November 23, 2004
Jólagjafir
Eins og sannri húsmóður sæmir, er ég farin að spá í jólagjafir. Ég ætla að reyna mitt besta til að vera sparsöm í ár, en ég á það stundum til að fara svolítið fram úr sjálfri mér. Í morgun sá ég eitt sem verður sett á minn óskalista. Það er safndiskur með bestu atriðum úr Flying Circus þeirra Monty Python manna. Ég hef alltaf haft gaman af þeim og þeir hafa oft bjargað mér á svörtum dögum. Ég held líka að það væri ágætt að fá eitthvað fleira en heimilisáhöld þetta árið.
Fyrir þá sem fylgjast með fasteignamálunum, þá var tilboði mínu ekki tekið og ég er eiginlega aftur á byrjunarreit. EN langt frá því að gefast upp.
Fyrir þá sem fylgjast með fasteignamálunum, þá var tilboði mínu ekki tekið og ég er eiginlega aftur á byrjunarreit. EN langt frá því að gefast upp.
Comments:
<< Home
þegar tilboðum er ekki tekið er það bara merki um að besta íbúðin er ekki enn komin í leitirnar. ég hef amk. hingaðtil verið voða fegin þegar allt kemur til alls að tilboðum mínum var ekki tekið fyrr en ég fann hús-IÐ.
Post a Comment
<< Home