Wednesday, October 06, 2004

 

Uppgjöf

Hér með viðurkennist að ég hef enga stjórn á eftirfarandi hlutum.

1. Börnunum mínum. Það þarf varla að hafa fleiri orð um það. Barnauppeldi virðist bara vera of flókið fyrirbæri fyrir mig.
2. Aukakílóunum. Það er alveg sama hvað ég reyni, þau læðast alltaf aftan að mér. Mér finnst reyndar líka bara gott að borða.
3. Visa reikningnum. Þrátt fyrir ýmsar sparnaðaraðgerðir, rýkur hann alltaf upp úr öllu valdi og kemur alltaf á óvart um hver mánaðarmót.
4. Rykinu. Ég er orðin sannfærð um það að það komi einhverjir draugar á nóttinni sem hreinlega skíta ryki.
5. Skapinu í mér. No comment. Held stundum að við í fjölskyldunni hljótum að vera af ítölskum ættum.

Nóg í bili.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?