Wednesday, October 06, 2004

 

Tungumál

Sonur minn gengur um þessa dagana, sannfærður um að hann kunni ensku. Þetta er tilkomið vegna þess að þegar við mæðgurnar þurfum að tala um einkamál okkar á milli, grípum við til enskunnar. Hann vill náttúrulega taka þátt í umræðunum, svo hann grípur orð og orð og býr til setningar. Það eru helst tvær setningar sem hann hefur smíðað sem hljóma í tíma og ótíma. "This is no idea" og "This is no good" er eitthvað sem hann hefur sett saman og kastar fram af miklum eldmóð. Svo spyr hann endalaust, hvernig hann eigi að segja hitt og þetta á ensku.

Ég hef lesið það að börn á þessum aldri séu mjög móttækileg fyrir tungumálum. Ég ætti kannski að fara að kenna honum ensku. Ég þyrfti þá að vísu að kenna dótturinni þýsku í kjölfarið , svo við gætum áfram talað um okkar einkamál.

Comments:
spænsku veiga, spænsku
 
Já, það er hugmynd. Ég er allavega farin að kenna fólki að segja aldrei Salsa sósa.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?