Sunday, October 24, 2004

 

Sunnudagsmorgun

Að veiða mýs er góð skemmtun - NOT. Sérstaklega ekki þegar klukkan er 5 um morgun.

Ég gafst upp á kisu kl. 5 í morgun og hleypti henni út. Ég vildi bara fá smá svefnfrið. Hún var rétt farin út, þegar hún skokkaði inn aftur og af skarkalanum að dæma, vissi ég að hún var ekki ein á ferð. Jú, mikið rétt, lítil og saklaus mús sat dauðhrædd úti í horni á herbergi dóttur minnar og Trítla gaf frá sér mikil veiðihljóð. Ég er nú orðin bara þokkalega vön þessu (eftir eina fyrri reynslu), svo ég tók kisu upp á hnakkadrambinu og henti henni inná bað. Svo tók ég fram veiðigræjurnar, Tupperware dós og bökunarplötu og veiddi músina á mettíma. Hún var frelsinu fegin. Ég tók síðan kisu og lokaði hana inni í herbergi dóttur minnar og lokaði svo líka hurðinni á svefnherberginu. Það þýðir nefnilega ekkert að hafa bara eina dyr á milli, því ég sef svo laust. Þetta gekk prýðilega og ég gat sofið til morguns. Alveg til kl. 9, þegar sonurinn vakti mig og heimtaði þjónustu.

Ég er bara orðin þokkalega góður músaveiðimaður, þökk sé Tupperware skálinni og bökunarplötunni. Búin að koma mér upp ákveðinni tækni. Ég gæti kannski bara lagt þetta fyrir mig og grætt á þessu. Ég myndi þá ekki vilja kalla mig meindýraeyðir, því mér finnst mýs bara svo mikil krútt. Gæti þá jafnvel fengið Tupperware sem sponsor. "Músaveiðinn er í boði Tupperware. Tupperware, ekki bara eldhúsáhöld".

Comments:
Gott slagorð. :) Þú ættir kannski að fá þér vinnu á auglýsingastofu?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?