Friday, October 08, 2004
Kisuvinur
Það er ekki af ástæðulausu sem ég valdi þetta nafn. Ég hef nefnilega fengið mikið dálæti á kisum. Þeir sem þekktu mig áður fyrr, halda örugglega að nú sé ég bara að skrökva. En það er ekki svo. Ég var nefnilega svo sjúklega hrædd við ketti hérna áður fyrr og gat ekki tekið þá upp. Ef ég kom í heimsókn inn á heimili þar sem var köttur, var ég á nálum allan tímann.
Ég ákvað að eina leiðin til að komast yfir þessa hræðslu væri bara að fá mér kött. Og auðvitað gerði ég það. Ég gaf dóttur minni kött í afmælisgjöf fyrir ári síðan og er að mestu leyti komin yfir þessa hræðslu. Ég held á kisu, gef henni að borða, klappa henni og kjassa og hún hefur meira að segja kúrt í rúminu hjá mér. Ég er líka sú sem hef vakað yfir henni þegar hún er veik. Ég hugsa hreinlega að þegar konan í Kattholti hætti störfum verði ég orðin tilbúin til að taka við af henni.
Næst er bara málið að snúa sér að skíðunum. Ég hef nefnilega alltaf verið hrædd við hluti sem renna hálf stjórnlaust áfram, td.skíði, skauta, línuskauta, rússíbana og svo framvegis.
Ég ákvað að eina leiðin til að komast yfir þessa hræðslu væri bara að fá mér kött. Og auðvitað gerði ég það. Ég gaf dóttur minni kött í afmælisgjöf fyrir ári síðan og er að mestu leyti komin yfir þessa hræðslu. Ég held á kisu, gef henni að borða, klappa henni og kjassa og hún hefur meira að segja kúrt í rúminu hjá mér. Ég er líka sú sem hef vakað yfir henni þegar hún er veik. Ég hugsa hreinlega að þegar konan í Kattholti hætti störfum verði ég orðin tilbúin til að taka við af henni.
Næst er bara málið að snúa sér að skíðunum. Ég hef nefnilega alltaf verið hrædd við hluti sem renna hálf stjórnlaust áfram, td.skíði, skauta, línuskauta, rússíbana og svo framvegis.
Comments:
<< Home
Kisur eru æðisleg dýr svo það er gott að þú komst yfir þann ótta. Hins vegar er náttúrulega spurning hvort það sé bráðnauðsynlegt að komast yfir allan ótta. Ég er t.d. lofthrædd en ætla samt ekki í fallhlífastökk. Mér finnst lofthræðsla bara common sense.
Ótrúlegt en satt. Ég var einu sinni skíthrædd við allt röndótt, en eftir kattarmeðferðina er ég miklu betri.
Post a Comment
<< Home