Wednesday, October 20, 2004

 

Hver hvílir hér

Faðir minn heitinn hafði mikið dálæti á gömlu Woody Allen myndunum. Honum fannst húmorinn í þeim hreint frábær. Hann kenndi mér að meta húmorinn í myndum hans og ég verð að segja að ég kann betur að meta þær gömlu. Eitt á ég sameiginlegt með Woody Allen. Það er að óttast dauðann. EN þó ég óttist dauðann, finnst mér fátt eins afslappandi og að fara í góðan göngutúr um Fossvogskirkjugarð. Ég fyllist svo miklum friði og ró, þegar ég rölti á milli legsteinana. Er lítið að spá í hvað er grafið 6 fetum neðar.

Eitt af því sem ég spái í, eru nöfn og titlar á legsteinum. Það má oft finna skemmtileg nöfn og mjög áhugaverða titla. Oftast eru konurnar kennarar, húsfrúr eða leikkonur, en meiri fjölbreytileiki er hjá körlunum. Svo er fólk oft kennt við bæinn sem það bjó á. Með þessu fylgja setningar eins og "Hvíl í friði", "Blessuð sé minning hans/hennar" og svo framvegis. Mér finnst mjög fallegt það sem við settum á krossinn hans pabba. Þar stendur "Elskaður að eilífu".

Stundum velti ég því fyrir mér hvað komi til með að standa á mínum legsteini. Hef ég einhvern titil að bera? Á ég heima á einhverjum merkum stað?

Comments:
hér hvílir Veiga, elskuð og dáð af lífeyrisþegum, köttum, börnum og öðru samferðarfólki.
 
Þetta er flott grafskrift. :)
 
Ég myndi deyja sátt ef ég fengi svona flotta grafskrift.
 
I will not agree on it. I over warm-hearted post. Especially the title-deed attracted me to be familiar with the whole story.
 
Good dispatch and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Say thank you you on your information.
 
Easily I to but I dream the brief should acquire more info then it has.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?