Friday, October 01, 2004

 

Hús með sál

Ég er búin að komast að því að húsið mitt er með sál. Þá meina ég það ekki á jákvæðan hátt. Húsið mitt vill nefnilega ekki vera selt. Og það er þrjóskt.

Þetta hefur birst mótmælum af ýmsu tagi. Fyrst byrjaði það hógvært með að perur fóru að springa hér og þar. Svo færði það sig upp á skaftið og nú fór sóplistar að skjótast frá þröskuldum, rétt eins og þeir væru hlaðnir dýnamíti. Því næst fóru dyrakarmar að losna frá og jafnvel bitar úr veggjum með fram hurðaropum að hrynja frá. En þetta er ekki búið. Núna er komið upp sprunguvandamál í svefnherberginu og í morgun sýndist mér vera farið að leka út frá sturtubotninum.

Húsið mitt er semsagt að halda í þá veiku von að við munum ekki yfirgefa það. Það er spurning hvort maður þurfi að tala við húsmiðil eða reyna að klappa veggjunum og tala við það sefandi röddu. Mér dettur líka í hug setning úr 80's mynd sem heitir The Money Pit. "Here lies Walter Fielding. He bought a house, and it killed him".

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?