Tuesday, October 19, 2004

 

Hús með sál part 2

Ég er farin að hallast að því að húsið mitt geti verið andsetið. Ég skrifaði um það um daginn að það væri að mótmæla því að vera selt. Jæja, nú kemur framhald af því.

Ég tók eftir því í gær þegar ég kom heim úr vinnunni að það voru litlir dropapollar út með veggjunum á svefnherberginu mínu. Svona pollar eins og myndast þegar einhver veður inn á skítugum skónum í bleytu. Ég spurði dóttur mína út í þessa polla og fékk þetta týpiska svar "ég veit það ekki". Ég hugsaði því ekkert meira um það, fyrr en kl.3:30 í nótt þegar ég vaknaði upp með andfælum. Það læddist að mér grunur. Það vill svo oft verða þannig að ég fæ hugljómanir um miðjar nætur. Ég fálmaði eftir slökkvaranum og reyndi að kveikja loftljósið. Reyndi segi ég, því um leið gaf ljósið frá sér undarlegt hljóð eins og það væri að reyna að rembast við að halda sér á lífi en væri að gefa upp öndina. Ekkert ósvipað því og þegar perur eru við það að deyja. EN það eru tvær perur í ljósinu og ólíklegt að þær væru báðar að fara OG þá virkar það yfirleitt þannig að maður slekkur og kveikir og þá "búmm" eru þær farnar.

Hugljómunin sem ég fékk kl. 3:30 í nótt var nefnilega sú, að kannski væri þakið farið að leka. Ég steytti hnefann út í loftið og sagði við húsið "Þú getur reynt það sem þú vilt EN ÉG ÆTLA AÐ SELJA"!!!!

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?