Monday, October 18, 2004
Fyrsti í snjó
Það var ekki laust við að það væri um mig gamalkunnugt stress, þegar ég vaknaði í morgun. Það var farið að snjóa. Ég er nefnilega töluvert stressuð að keyra í þessum aðstæðum, þ.e. þegar ég er á sumardekkjum. Það má eflaust rekja til þess þegar ég lenti í árekstri fyrir nokkrum árum, við svipaðar aðstæður. Þá var nýbyrjað að snjóa, en varla komin nokkur snjór að ráði. Mín var ekki á góðum dekkjum og ætlaði að bruna út í búð í hádeginu, en rankaði svo við sér í sjúkrabíl. Nú er sem sagt spurningin: Á ég að vera rosa hugrökk eða bara gunga sem þorir ekki að keyra á sumardekkjum þó að það sé komin smá föl.
Það fylgir því nefnilega töluverð breyting að vera orðin einstök. Það er einhvern veginn meira stress, álag og óöryggi þegar maður hefur ekki annan fullorðinn á heimilinu til að ráðgast við. Ég tala nú ekki um það að maður þarf að hafa meiri þolinmæði, útstjónarsemi og stjórn á börnunum.
Ég þarf varla að taka það fram að ég fór öruggu leiðina í vinnuna í morgun.
Það fylgir því nefnilega töluverð breyting að vera orðin einstök. Það er einhvern veginn meira stress, álag og óöryggi þegar maður hefur ekki annan fullorðinn á heimilinu til að ráðgast við. Ég tala nú ekki um það að maður þarf að hafa meiri þolinmæði, útstjónarsemi og stjórn á börnunum.
Ég þarf varla að taka það fram að ég fór öruggu leiðina í vinnuna í morgun.