Sunday, October 03, 2004

 

Einstök

Það er margt sem maður þarf að læra þegar maður er orðin einstök (nota það frekar en einstæð, það hljómar ekki jafn aumlega) móðir. Þannig er ég búin að viða að mér alls kyns þekkingu td. að gera við reiðhjól, sparsla í veggi og nú síðast að negla sóplista. Ég held bara að ég sé að verða tilbúin í pípulögnina.

Annars var ég að fara yfir Visa reikninginn minn og þar verður að grisja útgjöldin. Þessi fastaútgjöld verða látin fjúka.

1. Prjónablaðið Ýr
Ég er nú þegar komin með nokkra árganga af prjónauppskriftum og það verður bara látið duga. Það er heldur ekki eins og tískan í prjónuðum flíkum breytist mjög ört.

2. Sálarannsóknarfélagið
Já, eins og fjölmargir Íslendingar hef ég farið á miðilsfund hjá Þórhalli. Mér var bent á að ég fengi mikinn afslátt ef ég skráði mig í félagið, sem ég að sjálfsögðu gerði. Fundurinn sjálfur olli miklum vonbrigðum og varla þörf á að styrkja þær rannsóknir frekar.

3. Stöð 2
Sjónvarpstöð sem er bara orðin mjög slök. The Simpsons er orðinn eini þátturinn sem við horfum á, og ég borga nú ekki tæplega 4000 kr. á mánuði fyrir Hómer og kó. Sonur minn á eftir að mótmæla kröftulega, en það verður bara að hafa sig. Við mæðgurnar horfum hvort er eð miklu meira á Skjá 1.

Nóg í bili.


Comments:
Góð hugmynd. Önnur hugmynd væri að kenna grislingunum að prjóna. Planta þeim fyrir framan Stöð 2 með prjónana og fara sjálfar út í göngutúr, eða á kaffihús eða ...
 
ætli þú neyðist ekki til þess að redda familíunni aðgangi að idol-partýum í framhaldi af lokun stöðvar 2...hehe...
 
Ég verð hangandi utan á gluggunum hjá nágrönnunum.
 
Alveg rétt hjá þér að eyða ekki peningum í Þórhall og co. Ég get spáð miklu betur fyrir þér og tek minna fyrir. ;) Komandi tíð mun verða hörð en bærileg. Ó, já.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?