Saturday, October 30, 2004

 

Allt á fullu, alls staðar

Á morgun á sonur minn sex ára afmæli. Eins og öllum góðum húsmæðrum sæmir, er ég búin að undirbúa afmælið hans í tvo daga. Það verður ekki skortur á kræsingunum hjá mér og leikir og önnur afþreying hefur verið skipulögð. Börnin mæta kl. 2 og þá á ég von á 12 vöskum sveinum. Klukkan 4 mæta síðan foreldrar í kaffi. Ég ákvað að hafa þetta allt á einum degi, snöggt og kaótískt.

EN það er ekki það eina sem ég er að bardúsa þessa dagana. Nú að að selja húsið. Það verður opið hús hjá okkur næsta miðvikudag og þá er eins gott að vera búin að skrúbba allt hátt og lágt. Fasteignasalinn minn vill nefnilega meina að við eigum von á fjölmenni.

SVO er ég að hugsa um að fara til Hveragerðis í nokkra vikra afslöppun og nudd. Nei, það er að vísu bara óskhyggja, það tekur örugglega eitthvað við.

Nóg í bili, verð að halda áfram að baka.

Comments:
Til hamingju með drenginn!

Ég er alveg búin að ákveða að þegar að því kemur að halda upp á afmæli míns litla gutta (núna fjögurra ára) og bjóða öllum bekknum, þá verður það sko Ævintýraland í Kringlu eða dittó í Smáralind. Gerði þetta aldrei með stelpurnar, en mig óar við svona strákaboðum!
 
Það hvarflaði að mér. Mér finnst það bara svo dýrt. Hef samt ekki útilokað það í framtíðinni eftir öll lætin sem voru í afmælinu. Ég klikkaði alveg á þessu, maður hefði átt að eiga guttann að sumri til. Þá hefði verið hægt að smala öllum strákunum út í fótbolta.;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?