Friday, October 22, 2004

 

Þakklát

Ég er þakklát fyrir að hafa líf og heilsu.
Ég er þakklát fyrir að eiga tvö heilbrigð og kraftmikil börn.
Ég er þakklát fyrir að eiga fjölskyldu sem umvefur mig kærleik og styrk.
Ég er þakklát fyrir að eiga vini og kunningja, sem gefa lífinu lit.
Ég er þakklát fyrir að hafa mat og húsaskjól.

Lífið er erfitt. Það er fullt af hindrunum, áskorunum og sársauka. En það er samt líka fullt af gleði og hamingju. Oft gleymir maður að lifa í dagþéttri veröld og býr til vandamál framtíðar eða lifir í sársauka fortíðar.

Í minni vinnu rekst ég stundum á dæmi um fólk sem er að berjast við illvíga sjúkdóma á unga aldri eða hefur gefist upp á lífsbaráttunni. Þegar ég sé svona dæmi, verða vandamálin mín ósköp hversdagsleg og kjánaleg. Þá sé ég hvað ég á í raun og veru gott líf.

Góða helgi.


Comments:
Það er gott að vera þakklátur fyrir það sem maður á. En þótt það sé fullt af fólki í heiminum sem hefur það verra þá þýðir það ekki að vanlíðan manns sjálfs eigi ekki rétt á sér.
 
This comment has been removed by a blog administrator.
 
Alveg sammála því. Vanlíðan á rétt á sér, hvort sem hún er stór eða smá.
 
að sjálfsögðu! Hins vegar er manni alveg hollt að setja vandamál sín í smá samhengi, hafi maður þann tendens að mikla hlutina fyrir sér.

Bendi á færslu hjá systur minni um þetta sama efni, vinkonan sem hún talar um þar er mun betri vinkona mín en hennar...
 
Þetta er akkúrat það sem ég var að meina. Persónulega hata ég krabbamein.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?