Thursday, September 23, 2004

 

Vanmetinn eiginmaður

Það eru ekki liðnar tvær vikur frá því að maðurinn minn flutti út og nú þegar eru konurnar víst farnar að slást um hann. Ég hef greinilega ekkert áttað mig á því hvers konar dýrgrip ég var með í höndunum.

Mér finnst þetta nú ekki vera meðmæli með kvennfólki. Aldrei myndi ég ganga að karlmanni og bjóða honum að ég skyldi fara frá eiginmanninum, ef hann væri tilbúinn að taka við mér. Eða bjóða nýfráskildum manni, húsnæði með hlunnindum. Eru þessar konur að sýna sjálfstæði og frumkvæði, eða eru konur bara svona desperat að ná sér í kall. Snýst lífið kannski bara um það að eiga kall og þær sem eiga engan eru bara worthless.

Þeir sem hafa áhuga á eiginmanninum mínum geta sem sagt tekið númer og farið í röð, ef þær vilja.

Comments:
Rusl eins er dýrgripur annars. ;) Er þetta ekki hugmyndin á bak við Kolaportið?
 
Þú yrðir hissa ef þú vissir hvað kvenfólk getur verið desperat, þegar ég skildi fyrir 2 árum við eiginmann minn til 30 ára þá fór hann út á land ( sem betur fer ) :) þar slóust þær um hann einar 3 ( segi bara sona ) og vegna almenns rugls og ístöðuleysis nældi ein í hann. Aumingja maðurinn sem nota bene hefur alldrei verið kvennamaður vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið. En þau geta allavega drukkið saman, hversu leim er það? Og þetta sagði hann mér sjálfur hehehehehe. Gangi þér síðan all í haginn og passaðu þig á myrkrinu, kveðja gua
 
Já, þetta er ótrúlegt. Hverja langar í karl sem kemur beint úr öðru sambandi? Ekki mig, og varla hina heldur ;-Þ
 
Rifjast upp fyrir mér, að mánuði eftir að ég skildi, var mér boðið í stórafmæli í ættinni hans. Svo vorum við nokkrar sem fórum heim með afmælisdömunni, vinnufélagar og vandamenn. Í kynningum kom sem sé fram að ég væri nýskilin við náinn ættingja afmælisbarnsins. Svo kom X þarna í partýið líka og þá ætlaði ein af vinnufélögunum að hengja sig á hann og hvernig ég gæti skilið við svona sætan mann osfr.
Þær voru nú að minna hana á að hún væri gift og allt það - og það fyndna var að þegar eiginmaðurinn kom að sækja hana, að þá var hann gamall skóla- og reyndar vinnufélagi minn!!!
Nokkru síðar hitti þessi stúlka X og spurði hvort hann tæki við konu með 2 börn bla bla bla. Hún þekkti hann ekki neitt, hitti hann í mýflugumynd 2x á fylleríi og vildi taka saman við hann. Ætli hún hafi ætlað að flytja til foreldra hans, þar sem hann bjó...
 
Ótrúlegt alveg hreint. Ég er greinilega allt of saklaus og veit ekkert hvað gengur á úti í hinni stóru veröld. Liggur við að ég hafi búið að vernduðu heimili.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?