Wednesday, September 08, 2004
Útmáluð
Ég er fremur þreytt í vinnunni í dag. Í gær réðst ég á síðasta vígið, sjónvarpsherbergið, með pensil í hönd. Ég sparslaði, skar og rúllaði af mikilli atorku, en um miðnætti var ég algerlega búin. Ég náði að klára eina umferð, svo núna er verkið hálfnað. Við ákváðum að notast við afganga í þetta herbergi, svo við tókum nokkrar málningadollur og helltum saman í eina. Útkoman var nokkuð áhugaverð og hugsa ég að við höfum með þessu, fundið upp nýjan lit.
Annars er ég ein af þeim sem er fremur subbulegur málari. Ég er örugglega sú eina á höfuðborgarsvæðinu sem mætti í vinnu í morgun, með málningarslettur á ökkla, rist og tá. Geri aðrir betur.
Annars er ég ein af þeim sem er fremur subbulegur málari. Ég er örugglega sú eina á höfuðborgarsvæðinu sem mætti í vinnu í morgun, með málningarslettur á ökkla, rist og tá. Geri aðrir betur.