Thursday, September 02, 2004

 

Morgunumferð

Ég þoli ekki umferðina á morgnana. Þessi hæggenga, freka umferð, þar sem allir troðast og pirrast og stressast. Það er hálfgert "survival of the fittest" í gangi og enginn ætlar að gefa sig og vera liðlegur. Ég held svei mér að ég hafi ekki séð marga góðlega og greiðvirkna ökumenn, svona í morgunsárið. Ég er nú enginn engill heldur, því ég verð líka bölsótandipirruð og skammast og rífst hástöfum í takt við útvarpið. Svo horfir maður á marga kílómetra að kyrrstæðum bílum sem rétt silast áfram. Minnir mig á atriðið úr "Office Space" þar sem maðurinn með göngugrindina tekur fram úr öllum aulunum, sem sitja fastir í umferðinni.

Annars held ég að best væri að setja í gang áætlun um byggingu neðanjarðarlestakerfið í Reykjavík. Held að það sé ekki spurning að svoleiðis nokk myndi borga sig upp "in the long run". Hvað finnst Þér?

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?