Monday, September 06, 2004
Mánudagur
Suma morgna fíla ég mig eins og James Bond í umferðinni. Ég krúsa milli akreina eins og ég viti fyrirfram hvernig umferðin hagi sér. Allt gengur smurt og ég get ekið nokkuð greitt miðað við aðstæður. Það liggur við að ég heyri lagið "dundurururundu dundu dundurururundu dundu duru d u r u ru".
Annars held ég að ég gæti aldrei orðið málarameistari. Eftir málningavinnu undanfarna daga er ég reiðubúin að leggja pensilinn á hilluna. Mér finnst þetta bara svo leiðinlegt. EN það er ennþá eftir eitt herbergi svo það dugar ekkert annað en að bretta upp ermar. Það getur svo sem verið að þessi vinna sé ekkert frábrugðin annari vinnu. Það þarf að skipuleggja, ráðast í verkið og dást að útkomu, rétt eins og td. bara í bókhaldi. Eða hvað?
Annars held ég að ég gæti aldrei orðið málarameistari. Eftir málningavinnu undanfarna daga er ég reiðubúin að leggja pensilinn á hilluna. Mér finnst þetta bara svo leiðinlegt. EN það er ennþá eftir eitt herbergi svo það dugar ekkert annað en að bretta upp ermar. Það getur svo sem verið að þessi vinna sé ekkert frábrugðin annari vinnu. Það þarf að skipuleggja, ráðast í verkið og dást að útkomu, rétt eins og td. bara í bókhaldi. Eða hvað?