Monday, September 27, 2004

 

Kisa er dýr

Þessa dagana er ég í fasteignahugleiðingum. Ég er að leita mér að 4 herbergja íbúð í Lindahverfi, ef einhver á slíkt á lausu.

Þetta er ekki svo auðvelt viðfangsefni. Þar sem einn af fjölskyldumeðlimunum er kisa, verð ég að kaupa íbúð þar sem kisa kemst inn og út að vild. Það takmarkar mig við jarðhæð eða lága 1.hæð. En það er ekki allt og sumt. Samkvæmt lögum er bannað að vera með kött í fjölbýlishúsum og verður að fást undanþága frá íbúðum blokkarinnar, ef það á að ganga. Samt þarf ekki nema að einn nýr flytji í blokkina, sem getur krafist þess að ég losi mig við kisu. Með þetta í huga er ég í klípu. Ég get keypt mér íbúð í blokk á 18 milj., eða borgað 19.5 milj. fyrir sérhæð í húsi, þar sem kisa er víst öllu óhultari. Fasteignasalanum mínum finnst þetta vera orðin heldur dýr kisa.

Comments:
Kisur eru örugglega einnar og hálfar milljónar virði. :)
 
Það finnst dóttur minni allavega.
 
kisur eru ómetanlegar!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?