Friday, September 03, 2004

 

Það er leikur að læra

Sonur minn er nýbyrjaður í fyrsta bekk. Fyrstu dagarnir voru rosalega spennandi og ekkert mál að vakna og koma sér á fætur. EN Adam var ekki lengi í paradís. Það er ekki liðinn mánuður og minn maður er strax farinn að kvarta. "Maður fær bara ekkert að vera frjáls í þessum skóla, maður á að sita kyrr og hlusta á hvað kennarinn er að segja. Svo eru stóru krakkarnir að stríða manni í útivist." Það er líka ekki eins auðvelt að vakna á morgnana "Ég er þreyttur, ég nenni ekki í skólann" er strax farið að heyrast og "Ohh þarf ég að vakna svona snemma".

Það toppaði nú samt allt saman í morgun þegar minn maður sagði "Mamma, það er bara eitt leiðinlegt við skólann"..."Það er að þurfa að læra".

Comments:
ég sagði það einusinni og ég segi það aftur. hann sonur þinn er misskilinn snillingur.
 
Eitthvað er það ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?