Sunday, September 19, 2004

 

Cry me a river

Eins og margar geðheilbrigðar konur vita, er stundum gott að gráta til að losa um uppsafnaða spennu. Ég hef gegnið í gegnum ýmislegt álag undanfarið og fannst orðin brýn þörf á að skella á eins og einni góðri flóðbyglju.

Oft er gott að horfa á einhverja bíómynd til að losa um stífluna. Ég hafði lengi heyrt að bíómyndin "Monster" væri mögnuð og ákvað því að leigja hana í gærkvöldi. Ég sat svo tilbúin með tissjúin, en ekkert gerðist. Ég horfði á Charlize Theron, plaffa niður saklausa karlmenn hægri og vinstri og lýsa sinni ömurlegu ævi, en ekki einu sinni eitt tár lét sjá sig. Ég var eiginlega bara orðin þreytt á þessu væli og drápum og langaði bara að hraðspóla myndina áfram.

Nú jæja, ekki átti að gefast upp. Næst var sett í gang mynd, sem ég hef heyrt og lesið að valdi þvílíkum fossum, að varla sé hægt að stöðva táraflóðið. Þessi mynd heitir "The Notebook". Ég setti mig aftur í stellingar og horfði á þessa annars ágætu mynd, en ekkert gerðist. Mér vöknaði aðeins um hvarma svona rétt í lokin, en stíflan var langt frá því að bresta.

Nú er mín bara farin að panikka. Er ég komin með steinhjarta og ekki fær um að gráta lengur. Hvað á ég þá að gera til að losa um þessa stíflu. Æ kannski ég reyni bara hina leiðina og fái mér góðan.....göngutúr.

Comments:
I am Sam er svona gratumynd. en annars kemur thad bara thegar thad kemur. alveg roleg veiga min...
 
Hmmm búin að sjá hana og felldi ekki eitt einasta tár yfir henni.
 
Ég er búin að reyna að rifja upp góða grátmynd og man ekki eftir neinni sem hefur komið fram tárunum hjá mér nýlega. Kannski er ég líka með steinhjarta. :o
 
Braveheart á sín sorglegu moments!! Olla
 
Neibb, ekki að virka. An English Patient er sú eina sem hefur fengið mig til að snökta.
 
Það mun vera mitt mission á föstudaginn að láta þig fara að grenja!!! Hljómar kannski ekkert sérstaklega vel ?? :-/ Olla
 
BRING IT ON!!! Kannski verður það bara nóg fyrir mig að sjá næsta Visa reikning
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?