Sunday, September 19, 2004
Cry me a river
Eins og margar geðheilbrigðar konur vita, er stundum gott að gráta til að losa um uppsafnaða spennu. Ég hef gegnið í gegnum ýmislegt álag undanfarið og fannst orðin brýn þörf á að skella á eins og einni góðri flóðbyglju.
Oft er gott að horfa á einhverja bíómynd til að losa um stífluna. Ég hafði lengi heyrt að bíómyndin "Monster" væri mögnuð og ákvað því að leigja hana í gærkvöldi. Ég sat svo tilbúin með tissjúin, en ekkert gerðist. Ég horfði á Charlize Theron, plaffa niður saklausa karlmenn hægri og vinstri og lýsa sinni ömurlegu ævi, en ekki einu sinni eitt tár lét sjá sig. Ég var eiginlega bara orðin þreytt á þessu væli og drápum og langaði bara að hraðspóla myndina áfram.
Nú jæja, ekki átti að gefast upp. Næst var sett í gang mynd, sem ég hef heyrt og lesið að valdi þvílíkum fossum, að varla sé hægt að stöðva táraflóðið. Þessi mynd heitir "The Notebook". Ég setti mig aftur í stellingar og horfði á þessa annars ágætu mynd, en ekkert gerðist. Mér vöknaði aðeins um hvarma svona rétt í lokin, en stíflan var langt frá því að bresta.
Nú er mín bara farin að panikka. Er ég komin með steinhjarta og ekki fær um að gráta lengur. Hvað á ég þá að gera til að losa um þessa stíflu. Æ kannski ég reyni bara hina leiðina og fái mér góðan.....göngutúr.
Oft er gott að horfa á einhverja bíómynd til að losa um stífluna. Ég hafði lengi heyrt að bíómyndin "Monster" væri mögnuð og ákvað því að leigja hana í gærkvöldi. Ég sat svo tilbúin með tissjúin, en ekkert gerðist. Ég horfði á Charlize Theron, plaffa niður saklausa karlmenn hægri og vinstri og lýsa sinni ömurlegu ævi, en ekki einu sinni eitt tár lét sjá sig. Ég var eiginlega bara orðin þreytt á þessu væli og drápum og langaði bara að hraðspóla myndina áfram.
Nú jæja, ekki átti að gefast upp. Næst var sett í gang mynd, sem ég hef heyrt og lesið að valdi þvílíkum fossum, að varla sé hægt að stöðva táraflóðið. Þessi mynd heitir "The Notebook". Ég setti mig aftur í stellingar og horfði á þessa annars ágætu mynd, en ekkert gerðist. Mér vöknaði aðeins um hvarma svona rétt í lokin, en stíflan var langt frá því að bresta.
Nú er mín bara farin að panikka. Er ég komin með steinhjarta og ekki fær um að gráta lengur. Hvað á ég þá að gera til að losa um þessa stíflu. Æ kannski ég reyni bara hina leiðina og fái mér góðan.....göngutúr.
Comments:
<< Home
Ég er búin að reyna að rifja upp góða grátmynd og man ekki eftir neinni sem hefur komið fram tárunum hjá mér nýlega. Kannski er ég líka með steinhjarta. :o
Það mun vera mitt mission á föstudaginn að láta þig fara að grenja!!! Hljómar kannski ekkert sérstaklega vel ?? :-/ Olla
Post a Comment
<< Home