Thursday, September 30, 2004
Beinn og breiður vegur
Á hverjum morgni þarf ég að taka ákvörðun. Á ég að fara hægförnu, skynsamlegu leiðina eða á ég að taka áhættuleiðina. Já, ég er enn og aftur að tala um umferðina. Fyndið hvað fólk talar um umferðina, ef það hefur ekkert annað að tala um. Ég neita nefnilega alfarið að tala um veðrið.
ANYWAY. Það eru tvær aksturleiðir í vinnuna mína. Önnur leiðin liggur um Smárann og svo Kringlumýrarbrautina. Hún er hægfara og nokkuð safe. Á hinni leiðinni verður á vegi manns stór og myndarleg lykkja eða slaufa. Þar eru fleiri akreinar og það þýðir lítið að vera sofandi á þeim vegi. Undanfarið hef ég fundið fyrir því að í minni skynsömu sál, býr daredevil. Ég hreinlega fæ kikk út úr því að taka áhættusömu leiðina. Það er kannski eins gott að fjárhættuspil eru ekki leyfð á Íslandi. Ég yrði gjaldþrota á einu kvöldi.
ANYWAY. Það eru tvær aksturleiðir í vinnuna mína. Önnur leiðin liggur um Smárann og svo Kringlumýrarbrautina. Hún er hægfara og nokkuð safe. Á hinni leiðinni verður á vegi manns stór og myndarleg lykkja eða slaufa. Þar eru fleiri akreinar og það þýðir lítið að vera sofandi á þeim vegi. Undanfarið hef ég fundið fyrir því að í minni skynsömu sál, býr daredevil. Ég hreinlega fæ kikk út úr því að taka áhættusömu leiðina. Það er kannski eins gott að fjárhættuspil eru ekki leyfð á Íslandi. Ég yrði gjaldþrota á einu kvöldi.