Monday, September 13, 2004

 

Alltaf jafn heppin

Ég gerðist hárgreiðslukona um helgina. Dóttir mín vildi láta setja í sig dökkt skol og ég treysti náttúrulega engum betur í það en sjálfri mér. Ég lét hana setjast á stól inni á baði og svo hófst litunin. Ég las leiðbeiningar í bak og fyrir og setti á mig hanska. Þegar ég byrjaði svo að smyrja litnum í hárið, fann ég að þetta yrði ill framkvæmanlegt með þessa illa hönnuðu hanska. Í fljótfærni, tók ég af mér hanskana og hélt áfram. Ég náði að smyrja þessu jafn og þétt í hárið og tókst bara nokkuð vel. Þegar verkinu var lokið og ég nokkuð ánægð með árangurinn, ætlaði ég að þrífa á mér hendurnar. EN það tókst illa. Hendurnar á mér voru orðnar jafn dökkar og skolið, og líka mjög jafnt litaðar.

Nú voru góð ráð dýr. Fyrst reyndi ég hreinsikrem, svo terpentínu, svo Vanish þvottagel, svo Biotex, svo tvær umferðir af klór, svo naglalakksleysir og að lokum þrjár umferðir af skrúbbkremi. EN hendurnar mínar voru brúnar og verða brúnar. Ég held að það sé spurningin um að ganga með hendur í vösum í nokkra daga. Skolið á að nást af eftir 24 þvotta eða 6 vikur ; )

Comments:
vonandi losnarðu fljótar við þetta en ég við brúnkukremið á sínum tíma..hehehehe
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?