Monday, August 09, 2004

 

Visa, vegabréf og farmiðar

Hún móðir mín kenndi mér það, þegar ég komst á ferðalagaaldur, að það eina sem þyrfti virkilega að hafa með sér til útlanda væri þetta þrennt. Ég var eitthvað að stressa mig yfir því hvort ég hefði nú ekki pakkað nægilega mikið af nærfatnaði og sokkum og hvort ég ætti að hafa meira af fötum til fararinnar. Þetta er í raun nokkuð rétt hjá henni. Ég hef haft þetta heilræði hennar í huga, þegar ég er að pakka í ferðatösku. Annað heilræði sem ég hef fengið, er að pakka alltaf tannbursta og hreinum nærbuxum í handfarangur. Það er vegna þess að ef farangur týnist á leiðinni, þá stendur maður ekki uppi í útlandinu á skítugum nærbuxum eða með óburstaðar tennur. Ég verð að viðurkenna að ég hef enn ekki tileinkað mér það heilræði. Það er samt óvitlaust að spá í það.

Nú skal sem sagt pakkað í tösku, því á morgun leggjum við mæðgur af stað til Köben. Ég verð því fjarri bloggheimum í nokkra daga og veit hreinlega ekki hvort ég lifi það af. Það kemur í ljós að viku liðinni.

Comments:
hva, ertu í bloggpásu eða ennþá í köben? hvað er svo að frétta ??
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?