Friday, August 20, 2004
Morð í Kópavoginum
Baðherbergið mitt var blóði drifið þegar ég kom heim í gær. Morðinginn beið mín sallaróleg og mjálmaði stolt. Fórnarlambið lá á þröskuldinum að herbergi dóttur minnar. Hann/hún var um 15-20 cm hár, með dökk augu og fjaðurbúnað. Sönnunargögn voru á víð og dreifð um baðherbergið og blóðug spor og fjaðrir gáfu til kynna að töluverð átök hefðu átt sér stað.
Dómur hefur ekki verið kveðinn upp, en morðinginn gengur laus. Töluverð áhætta er á því að svona lagað gæti komið fyrir aftur og aftur og aftur.
Dómur hefur ekki verið kveðinn upp, en morðinginn gengur laus. Töluverð áhætta er á því að svona lagað gæti komið fyrir aftur og aftur og aftur.