Monday, August 02, 2004

 

Kolvetnafíkill

Hæ, ég heiti Veiga og ég er kolvetn-isti. Það var yfirgúru hjá Herbalæf sem kom í heimsókn og analíseraði mig sem kolvetnisfíkil. Hann sagði mér að ég væri á hraðri leið til glötunar, NEMA ég byrjaði á Herbalife kúrnum. Ég þyrfði að fara á fullan kúr, sem myndi sjálfsagt kosta mig um 20.000 kr. á mánuði, en EF ég keypti mig inn í fyrirtækið, þá GÆTI ég fengið 25% afslátt. Ó hann bætti reyndar við að ég yrði líka að hætta að borða brauð, pasta, kartöflur, nammi og gos, reyndar allt sem væri með hveiti eða sykri OG að ég yrði að hreyfa mig 5 sinnum í viku. Ótrúlegt en satt, Ég hikaði. Ég var ekki viss um að ég yrði dauðadæmd, þó ég myndi ekki fara á Herbalife. Ég er nefnilega frekar skeptísk á vörurnar, sérstaklega eftir að ég sá hvaða áhrif þetta hefur á fólk. Það verður heltekið, eins og það sé gengið í trúfélag og helsta markmið er að frelsa náungann frá allri synd og kolvetni.

Ég er orðin svo rugluð í þessum matarræðisfrumskógi. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að borða lengur. Herbalife kóngurinn, segir að duftið hans sé lausnin. Að vísu dó hann langt fyrir aldur fram, en Herbalife trúflokkurinn telur að hann hafi haft ofnæmi fyrir einhverju lyfi, ekki dufti. Herra Atkins er heldur ekki trúverðugur, enda er hann líka dauður. Hann fékk hjartaáfall, þrátt fyrir að hafa margsagt að þó að maður megi borða beikon og fullt af kólesterólríkum mat á hans kúr, þá sé það í góðu lagi fyrir hjartað. Manneldisráð kemur svo úr gagnstæðri átt og segir að maður eigi að borða meira kolvetni og minna prótein og Bára segir að maður megi borða allt, bara í hófi.

Ekki spáðu forfeður okkar svo mikið í hvað þeir settu ofan í sig. Þeir mældu ekki próteinmagn eða kolvetnismagn og leið bara fjári vel. Kannski er það töfralausnin. Ég gæti orðið hin nýji gúru. Landnámskúrinn eða Fornkúrinn, gæti verið næsta æði sem grípur um sig. Svo myndi ég setja alla í peysuföt og út í heyskap upp á gamla móðinn, með orf og ljá.

Comments:
borða þegar maður er svangur þangað til maður verður saddur og labba svo upp stigann.
það er minn kúr.
og súkkulaði um helgar...tíhí
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?