Friday, August 27, 2004

 

Hell on Wheels

Ég held að ég sé hæf til að aka skriðdreka. Þetta fullyrði ég eftir að hafa neyðst til að nota "hinn bílinn" á heimilinu. Hann er gamall jepplingur, með tilheyrandi hossi og vélarhljóði. Ástæðan fyrir þessari neyð er að eðalbíllinn minn fór á bílaspítalann. Hann var kominn með einhverja hálsbólgu greyið, með tilheyrandi hljóðum, svo það var eins gott að láta laga hann strax. Ég kann alltaf betur að meta fjólubláa þrumufleyginn eftir að hafa þurft að keyra hitt skrímslið.

Mig hryllir við þeirri tilhugsun að ég þurfi að aka skrímslinu heim aftur eftir vinnu og jafnvel notast við hann yfir helgina. Það eina sem mér dettur í hug eru hin fleygu orð "Kill me, kill me now".

Comments:
þú hljómar mun hressari hérna en þegar ég hitti þig áðan ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?