Tuesday, August 17, 2004
Ég lifi
Eða ætti ég kannski frekar að segja, ég lifði af. Ég saknaði bloggheima ekki vitund, enda ekki tími til þess. Prógramið var stíft frá morgni til kvölds og maður er hálf þreyttur eftir fríið. Ég gekk hálf haltrandi í gegnum Leifsstöð, með blöðrur á tánum eftir allt labbið. Ferðin tókst vel í alla staði og verður sagt meira frá henni síðar, þegar betri tími gefst til.
Annars er ég ekki nema hálfur kisuvinur í dag. Var ekki par hrifin af því þegar prímadonnan á heimilinu kom inn með fuglsunga í kjaftinum. Ég náði nú að bjarga greyinu, því hún var ekki búin að blóðga hann. Hann flaug út um gluggann, frelsinu feginn. Hún fékk skammir, sem hún skildi ekkert í og horfði á mig sljóum augum. Henni hefur eflaust fundist hún vera að draga björg í bú og að ég hefði átt að draga fram steikarapönnuna hið snarasta. EN steiktir þrastarungar verða aldrei á matseðlinum hjá mér.
Annars er ég ekki nema hálfur kisuvinur í dag. Var ekki par hrifin af því þegar prímadonnan á heimilinu kom inn með fuglsunga í kjaftinum. Ég náði nú að bjarga greyinu, því hún var ekki búin að blóðga hann. Hann flaug út um gluggann, frelsinu feginn. Hún fékk skammir, sem hún skildi ekkert í og horfði á mig sljóum augum. Henni hefur eflaust fundist hún vera að draga björg í bú og að ég hefði átt að draga fram steikarapönnuna hið snarasta. EN steiktir þrastarungar verða aldrei á matseðlinum hjá mér.