Tuesday, August 24, 2004
Fyrsti skóladagur
Það var stolt móðir sem fylgdi syni sínum í skólann í fyrsta sinn í morgun. Sonur minn var jafn spenntur og söng hástöfum "labba, labba, labba" alla leið. Hann sönglaði þetta við lag Genesis, "Land of Confusion". Hann hefur ætið verið söngelskur þessi elska.
Annars birtist þessi mynd af honum á heimasíðu skólans. Hún fékk mig til að hugsa. Kann hann kannski að lesa og er búinn að vera að blekkja mig allan tímann. Hann lítur allavega út fyrir að vera að lesa á blaðið fyrir framan sig.
Annars birtist þessi mynd af honum á heimasíðu skólans. Hún fékk mig til að hugsa. Kann hann kannski að lesa og er búinn að vera að blekkja mig allan tímann. Hann lítur allavega út fyrir að vera að lesa á blaðið fyrir framan sig.
Comments:
<< Home
Ég geri ráð fyrir að þú sért hin vanrækta dóttir mín. Þú varst nú að fara á skólasetningu í sjöunda skipti.
Post a Comment
<< Home