Thursday, August 26, 2004
Algert bíó
Í nótt var ég aftur farin að vinna í miðasölu Háskólabíós. Það gekk vægast sagt allt á afturfótunum hjá mér og mér gekk ekkert að selja miða. Það var eins öll æfing og skipulag væru fyrir bí og ég mundi ekkert í hvaða sal myndirnar voru. Af einhverri ástæðu mættu Chris Martin og Gwyneth Paltrow í afgreiðslulúguna hjá mér. Eitthvað vesen var á Chris greyinu, hann hafði víst týnt veskinu sínu. Ég sagði þeim náttúrulega "not to worry", því ég væri fullviss um að þau ættu pening fyrir miðum og þau gætu bara komið seinna og borgað mér.
Annars fór ég í Háskólabíó í gær. Ég fór að sjá "The Village". Þar sem ég hafði heyrt lélega dóma um myndina, átti ég ekki von á neinu sérstöku. EN myndin kom skemmtilega á óvart og var hin besta afþreying. Væri jafnvel til í að sjá hana aftur.
Annars fór ég í Háskólabíó í gær. Ég fór að sjá "The Village". Þar sem ég hafði heyrt lélega dóma um myndina, átti ég ekki von á neinu sérstöku. EN myndin kom skemmtilega á óvart og var hin besta afþreying. Væri jafnvel til í að sjá hana aftur.