Thursday, July 22, 2004
Tíska
Í dag er ég röndótt. Ég fór í klippingu og splæsti á mig strípum í gær. Ég er ekki vön að eyða miklum peningum í hárið á mér, hef meira að segja verið þekkt fyrir það að klippa sjálf á mér toppinn á milli klippinga, til að spara pening. Ég er ekki ein af þeim sem eltir tískuna. Ég ÞARF ekki að eignast nýjustu skóna eða flíkina, bara af því að einhver segir að hún sé í tísku. Mín föt eru meira svona þægileg, eitthvað sem ég fíla og umfram allt ódýr. Helst svo ódýr að ég hafi keypt þau á útsölu. Ég er á ákveðnum tímamótum núna. Finnst ég verða að fara að hætta að klæða mig eins og og ung kona og fara að færa mig meira í dragtartísku miðaldurins. Ég bara get ómögulega hætt að ganga í gallabuxum, bolum og hermannakvartbuxum. Í gamla daga þegar ég var unglingur spáði ég meira í hvað öðrum fannst um fötin mín. Ég gekk í gegnum mörg tímabil, allt frá því að vera pönkari og upplifa svo hina frægu eitís tísku. Það eina sem ég er alveg ákveðin í er að verða ekki föst í tískunni sem var uppi þegar ég var ung. Það er hreinasta hörmung að sjá sumar konur sem greiða sér ennþá eins og þær gerðu fyrir 20 árum.
Annars er það helst í fréttum að ég fór í bíó í gær. Það er saga til næsta bæjar þegar ég bregð mér í bíó og eru þá yfirleitt Disney myndirnar í forgangi. Við fórum 3 skvísur saman á Fridays og svo í bíó. Fyrir valinu varð Spiderman 2, því það var eiginlega ekkert betra í boði. Ég held að ég geti ekki mælt með þessari mynd. Hún er bara ekki góð. Það var eiginlega bara eitt sem mér fannst gott við þessa mynd og það er gervið á Dr.Octaviusi. Ég var bara ekki alveg að fíla það að stór hluti myndarinnar gekk út á sálarkreppu Spiderman. Ég hélt að ofurhetjur væru yfir þær hafnar.
Annars er það helst í fréttum að ég fór í bíó í gær. Það er saga til næsta bæjar þegar ég bregð mér í bíó og eru þá yfirleitt Disney myndirnar í forgangi. Við fórum 3 skvísur saman á Fridays og svo í bíó. Fyrir valinu varð Spiderman 2, því það var eiginlega ekkert betra í boði. Ég held að ég geti ekki mælt með þessari mynd. Hún er bara ekki góð. Það var eiginlega bara eitt sem mér fannst gott við þessa mynd og það er gervið á Dr.Octaviusi. Ég var bara ekki alveg að fíla það að stór hluti myndarinnar gekk út á sálarkreppu Spiderman. Ég hélt að ofurhetjur væru yfir þær hafnar.