Monday, July 19, 2004
Útileguhelgi
Fjölskyldan fór í tjaldútilegu um helgina. Fyrir valinu varð Arnarstapi á Snæfellsnesi. Ég er nefnilega ekki frá því að Snæfellsnesið sé að verða að mínum uppáhaldsstað á landinu. Náttúran er rosalega fjölbreytt, allt frá baðströndum að köldum jökli. Annars er ég ekki viss, það er nú ansi fallegt á fleiri stöðum á landinu. Maðurinn minn er jafn öfgakenndur og Kaninn að því leiti að honum finnst landið sitt vera fallegast og best í heimi. Hann lýsir því oft og iðulega yfir að hann gæti ekki hugsað sér að búa annarsstaðar. ANYWAY Það var mjög margmennt á tjaldsvæðinu á Arnastapa. Það kom mér á óvart hversu margir voru í venjulegum tjöldum. Venjulega eru það fellihýsi og húsvagnar af öllum stærðum og gerðum sem eru mest áberandi, en í þetta sinn voru fleiri tjöld af gömlu gerðinni. Við eigum "bara" venjulegt tjald. Það er að vísu nýtt og mjög þægilegt. Við keyptum líka uppblásanlegar dýnur til að sofa á, svo þetta er voða kósí hjá okkur. Það var bara einn galli á gjöf Njarðar. Mér taldist til að það hefðu verið svona á uþb. 150 manns á tjaldsvæðinu. Þessir 150 höfðu alls þrjú klósett til afnota. Það voru LANGAR raðir á klósettið. Ég heyrði það að tjaldstæðisumsjónarmennirnir hefðu bara ekki átt von á svona mörgum, en það finnst mér skrýtið. Það er pláss fyrir öll þess tjöld á svæðinu og hefði verið hægt að troða miklu fleiri tjöldum með góðu móti. Fyndið hvernig svona hlutir geta komið á óvart.
Annars var ég soldið óheppin. Ég sólbrann. Ég er ein af þeim sem á auðvelt með að sólbrenna. Ég vissi að það var von á sólskini, svo ég tók með mér sólarvörn. Ég ákvað að taka með mér vörn númer 10, sem er sólarvörnin sem maðurinn minn tók með sér til Afríku um árið. Þrátt fyrir að hafa borið vörnina samviskusamlega á mig og það tvisvar, tókst mér að sólbrenna. Það varð svo heitt á sunnudeginum að ég var orðin pirruð út í sólina. Mér var heitt og fann hvernig ég bakaðist í sólinni. Ótrúlegt! Ég sem elska að vera í sólarlöndum, í hita og sól, fannst orðið fullheitt hér heima á Klakanum. Versti sólbruninn er líka á stað, sem ég held að ég hafi aldrei brunnið á áður. Í örvæntingu minni til að skýla andlitinu frá brunanum, lagðist ég á magann. Og þá sólbrann ég í hnésbótunum.;)
Annars var ég soldið óheppin. Ég sólbrann. Ég er ein af þeim sem á auðvelt með að sólbrenna. Ég vissi að það var von á sólskini, svo ég tók með mér sólarvörn. Ég ákvað að taka með mér vörn númer 10, sem er sólarvörnin sem maðurinn minn tók með sér til Afríku um árið. Þrátt fyrir að hafa borið vörnina samviskusamlega á mig og það tvisvar, tókst mér að sólbrenna. Það varð svo heitt á sunnudeginum að ég var orðin pirruð út í sólina. Mér var heitt og fann hvernig ég bakaðist í sólinni. Ótrúlegt! Ég sem elska að vera í sólarlöndum, í hita og sól, fannst orðið fullheitt hér heima á Klakanum. Versti sólbruninn er líka á stað, sem ég held að ég hafi aldrei brunnið á áður. Í örvæntingu minni til að skýla andlitinu frá brunanum, lagðist ég á magann. Og þá sólbrann ég í hnésbótunum.;)