Saturday, July 10, 2004
Stefnumótaþjónusta
Það er þáttur á Stöð 2 sem fjallar um ungan konu, lögfræðing, sem rekur nútíma stefnumótaþjónustu. Ég horfi sjaldan á þennan þátt, þar sem mér finnst hann frekar þunnur, en ég fékk þá hugmynd að kannski væri ekki vitlaust að gera eitthvað svipað á Klakanum. Fyrsta fórnarlambið mitt er hún systir mín. Ekki það að hún sé farin eitthvað að örvænta, hún hefur bara kvartað sáran yfir því að allir röngu gæjarnir verði yfirleitt á vegi hennar og að hún viti alls ekki hvar þessir góðu fela sig. Ég réð að sjálfsögðu samstarfskonu mína og minn helsta ráðgjafa til samstarfs og hún var nú ekki lengi að koma með lausnina á vandanum. Hún auglýsti eftir gæðakarlmanni á blogginu sínu og nú standa þeir hreinlega í röðum. Nú þarf maður bara að vita hvaða skref á taka næst, því svo langt hafði engin hugsað.
Annars held ég að ég hafi fengið þessa áráttu að bjarga öðrum í arf frá henni ömmu minni. Þegar ég var yngri kona, á giftingaraldrinum, var hún nefnilega alltaf að reyna að finna handa mér eiginmann. Hún fann þá ansi víða. Allt frá stórtenórum í Söngskólanum og alla leið á helstu stórbýli uppí sveit. Það þýddi ekkert að mögla við hana, hún vissi alltaf betur en ég. Hún var eitt sinn búin að finna eitt fórnarlamb á bóndabæ á Suðurlandinu. Hún var að kenna honum að þenja raddböndin yfir mjöltunum. Hún gekk jafnvel svo langt að vera komin með á hreint hvað bóndagreyið myndi gefa mér í morgungjöf (siður sem er víst ævaforn og tengist brúðkaupi). Hann ætlaði að gefa mér hest. Sá galli er á gjöf Njarðar að ég hef aldrei verið í sveit og myndi ekki vita í hvaða spotta ég ætti að toga í á blessuðum beljunum. Fyrir utan það hef ég aldrei farið á hestbak og ætla ekki að breyta því á næstunni. Ég reyndi að benda ömmu minni á þá staðreynd að ég væri þvílíkt malbiksbarn að ég gæti varla þrifist án dýrðar höfðuðborgarinnar. Það virtust allt vera einhver aukaatriði sem hægt væri að laga.
Við nánari íhugun þá ætti ég kannski ekkert að vera að skipta mér af stefnumótamálum. Það gæti bara endað í bölvaðri vitleysu.
Annars held ég að ég hafi fengið þessa áráttu að bjarga öðrum í arf frá henni ömmu minni. Þegar ég var yngri kona, á giftingaraldrinum, var hún nefnilega alltaf að reyna að finna handa mér eiginmann. Hún fann þá ansi víða. Allt frá stórtenórum í Söngskólanum og alla leið á helstu stórbýli uppí sveit. Það þýddi ekkert að mögla við hana, hún vissi alltaf betur en ég. Hún var eitt sinn búin að finna eitt fórnarlamb á bóndabæ á Suðurlandinu. Hún var að kenna honum að þenja raddböndin yfir mjöltunum. Hún gekk jafnvel svo langt að vera komin með á hreint hvað bóndagreyið myndi gefa mér í morgungjöf (siður sem er víst ævaforn og tengist brúðkaupi). Hann ætlaði að gefa mér hest. Sá galli er á gjöf Njarðar að ég hef aldrei verið í sveit og myndi ekki vita í hvaða spotta ég ætti að toga í á blessuðum beljunum. Fyrir utan það hef ég aldrei farið á hestbak og ætla ekki að breyta því á næstunni. Ég reyndi að benda ömmu minni á þá staðreynd að ég væri þvílíkt malbiksbarn að ég gæti varla þrifist án dýrðar höfðuðborgarinnar. Það virtust allt vera einhver aukaatriði sem hægt væri að laga.
Við nánari íhugun þá ætti ég kannski ekkert að vera að skipta mér af stefnumótamálum. Það gæti bara endað í bölvaðri vitleysu.
Comments:
<< Home
Núnú ekki vissi ég þetta! Sem betur fer kynntistu pabba og eignaðist svona yndislega dóttur, like myself(k)
Haltu bara áfram að blogga, ekki væri vitlaust að koma með söguna hvernig þú kynntist pabba mínum kæra(L)
Þín dóttir Milla
Post a Comment
Haltu bara áfram að blogga, ekki væri vitlaust að koma með söguna hvernig þú kynntist pabba mínum kæra(L)
Þín dóttir Milla
<< Home