Monday, July 26, 2004
Ryksugan á fullu
Ég þoli ekki ryk. Ég held ég geti hreinlega gengið svo langt að segja að ég hati ryk. Það er alveg sama hvað maður ryksugar oft, það kemur alltaf aftur. Það er eins og það liggi í leyni meðan ryksugan er í gangi, en svo þegar maður heldur að allt sé orðið hreint, sprettur það fram á öllum stöðum. Hvaðan skyldi allt þetta ryk koma? Er það framleitt einhvers staðar og svo dreift í hús og hýbýli eða er þetta eitthvað sem átti bara að fylgja húsinu (þó að ég sé pottþétt á því að það stóð ekkert um það í kaupsamningnum). Kannski ef ég hætti bara alveg að ryksuga þá gefst það upp,hættir að hrekkja mig og fer, eins og hrekkjusvín sem gerðu manni lífið leitt í gamla daga. Læt sem ég taki ekki eftir því í nokkra daga og sé hvað gerist.
Ég held líka að þetta gæti verið efni í hryllingsmynd fyrir húsmæður. "No matter how you try, you can never escape THE DUST MONSTER"!!
Ég held líka að þetta gæti verið efni í hryllingsmynd fyrir húsmæður. "No matter how you try, you can never escape THE DUST MONSTER"!!
Comments:
<< Home
Nei, það þýðir ekki, ég prófaði í 2 vikur og það gafst ekki upp, fékk bara fleiri rykflögur úr öðrum húsum í lið með sér... þetta er vonlaus barátta :( Snökt...
Kv. Anna Sigga.
Post a Comment
Kv. Anna Sigga.
<< Home